Rík hefð er fyrir kveðjustundum í kirkjum þar sem sem við kveðjum þau sem látist hafa. Oftast er kistulagning undanfari útfarar og þá ýmist einhverjum dögum áður eða samdægurs. Kistulagning er einföld bænastund.

Útför er guðsþjónusta þar sem látinn er kvaddur með bæn, lestrum, söng og minningarorðum. Útfararathafnir eru ýmist opinberar og þá auglýstar í útvarpi og/eða dagblöðum eða haldnar í kyrrþey og þá eru aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.

Sóknarprestur og allt starfsfólk kirkjunnar er reiðubúið að aðstoða aðstandendur eftir andlát.

Image