Strandarkirkja

Strandarkirkja í Selvogi var vígð árið 1888. Kirkjan er kirkja íbúa í Selvogi og var prestur í Vogsósum til ársins 1907 er brauðið var lagt niður. 
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna.

Guðrún Tómasdóttir er formaður sóknarnefndar og Guðmundur Örn Hansson er kirkjuvörður og meðhjálpari, sími hans er 892 7954 og netfang tudra@simnet.is

Áheita- og gjafareikningur:
Strandarkirkja - kt. 630269 6879
Reikningsnúmer 0334-26-010686

Hjallakirkja

Hjallakirkja í Ölfusi var vígð 5. nóvember 1928 og var sóknarkirkja fyrir íbúa Ölfuss og Þorlákshafnar þangað til Þorlákskirkja var vígð.
Arkitekt hennar var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk og yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Eyrarbakka og síðar á Selfossi.

Þrjár messur eru að jafnaði á ári kirkjunni auk athafna. Hjallakirkja er í góðu ásigkomulagi og er vel við haldið. Hún er Ólafskirkja og er kennd við Ólaf helga Noregskonung.

Kirkja á Hjalla er einn helsti sögustaðurinn í Ölfusi og kemur fyrst við sögu á 11. öld og er getið í Flóamannasögu.