Fermingarfræðslan í vetur

Fermingarfræðslan í vetur

Að vori munu 23 börn fermast í Þorlákshafnarprestakalli.

Fermingarfræðslan hófst með tveggja daga námskeiði í ágúst sem tókst vel og voru börnin ánægð.

Blandað var saman leik og fræðslu og Matthildur Bjarnadóttir, guðfræðingur annaðist stýrði námskeiðinu ásamt sóknarpresti.

Covid hefur sett mark sitt á fræðslu haustsins líkt og á allt annað starf Þorlákskirkju.

Fermingardagar 2021 verða í Þorlákskirkju: Pálmasunnudagur 28. mars, skírdagur 1. apríl, hvítasunnudagur 23. maí og sjómannadagurinn 6. júní; og í Strandarkirkju: Sumardagurinn fyrsti 22. apríl.