Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Leiðisljós í Þorlákshafnarkirkjugarði

Rafmagn verður komið í kirkjugarðinn næsta föstudag, 1. desember og verður hann ljósum prýddur nú á aðventunni og um jólin, en rafmagn verður í garðinum til mánaðarmótanna janúar - febrúar 2024.
Aðstandendur koma sjálfir með leiðisljós og kveikja á þeim.
Sóknarnefnd

Aðventuhátíð í Þorlákskirkju

Aðventuhátíð verður 1. sunnudag í aðventu í Þorlákskirkju kl. 16. Verum öll velkomin, það er gott að hefja aðventuna á notalegri samveru í kirkjunni okkar.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Samtöl um sorg og sorgarviðbrögð

Á fimmtudagskvöldum í nóvember verður boðið upp á samtöl um sorg og áföll í Þorláks- og Hveragerðiskirkjum í umsjón prestanna.
  9. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Jóhanna María Eyjólfsdóttir frá Sorgarmiðstöðinni fjallar um sorg og sorgarviðbrögð
16. nóvember kl. 20:00 í Þorlákskirkju - Björn Hjálmarsson, yfirlæknir fjallar um reynslu sína af fyrirvaralausum sonarmissi
23. nóvember kl. 20:00 í Hveragerðiskirkju - Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjallar um reynslu sína af föðurmissi
Öll eru hjartanlega velkomin á eina eða fleiri samverur

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fimmtudaginn 9. nóvember n.k. milli 17:30 - 19:30 munu fermingarbörn úr prestakallinu ganga í hús og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Við þökkum fyrirfram góðar móttökur.

Jól í skókassa - Tekið við gjöfum í Þorlákskirkju

Jól í skókassa - Tekið verður á móti skókössum í Þorlákskirkju miðvikudaginn 8. nóv. milli kl. 17 og 18.
Hvað er Jól í skókassa?
Það er verkefni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Æðruleysismessa í Strandarkirkju

Sunnudagurinn 22. október - Æðruleysismessa í Strandarkirkju kl. 17:00
Kór Þorlákskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Guðmundur Brynjólfsson, djákni leiðir stundina ásamt sóknarpresti.
Komdu í kirkju og taktu vin þinn eða vinkonu með -
það er nærandi fyrir líkama og sál að eiga stund á helgum stað
Sóknarnefnd og sóknarprestur
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service