Hátíðarguðsþjónusta verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 14. september kl. 14:00.
Frú Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands prédikar
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar fyrir altari
Kór Þorláks- og Hjallasóknar syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur organista
Sigþrúður Harðardóttir og Hjörleifur Brynjólfsson lesa ritningarlestra
Ásta Pálmadóttir er kirkjuvörður og meðhjálpari
Kaffiveitingar verða að athöfn lokinni í Ráðhúsinu
Verum öll velkomin
Þann 28. júlí voru liðin 40 ár frá vígslu Þorlákskirkju og á haustmánuðum verða ýmsir viðburðir haldnir í kirkjunni til að minnast tímamótanna
Fimmtudagskvöldið 18. september heldur Lúðrasveit Þorlákshafnar tónleika í Þorlákskirkju kl. 20:00
Stjórnandi er Daði Þór Einarsson
Lúðrasveitin fer nýjar leiðir í efnisvali
Aðgangur er ókeypis
Verum öll velkomin
Sjá nánar á facebook.com/thorlakshafnarprestakall







