Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar á árinu 2025 verður haldinn í Þorlákskirkju mánudaginn 28. apríl og hefst hann kl. 20:00.
Dagskrá fundarins:
1. Setning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla sóknarnefndarformanns um liðið starfsár
4. Lagðir fram til afgreiðslu ársreikningar sóknar og
kirkjugarða fyrir sl. ár ásamt fjárhagsáætlun þessa árs
5. Greint frá starfssemi héraðsnefndar og héraðsfundar
6. Kosningar
7. Önnur mál
Sóknarnefnd Þorláks- og Hjallasóknar
Sunnudaginn 27. apríl kl. 11:00 verður plokkmessa - umhverfismessa í Þorlákskirkju.
Gott tækifæri til að taka þátt í Stóra plokkdeginum og hjálpumst að við að tína rusl í nágrenni kirkjunnar.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og safa að verki loknu. Hjálpumst að við að fegra umhverfið okkar.
Verum öll velkomin ekki síst yngri kynslóðir.
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Messað verður í öllum kirkjum prestakallsins á páskadag.
Kór Þorláks- og Hjallasóknar syngur við allar guðsþjónusturnar og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur þjónar.
Boðið verður upp á kaffi og páskaegg í safnaðarherberginu eftir guðsþjónustuna í Þorlákskirkju
Verum velkomin í kirkju á páskadegi
Dauðinn dó en lífið lifir!
Lífs og friðar sólin skær
ljómar dauðadölum yfir,
dauðinn oss ei grandað fær.
Lífið sanna sálum manna
sigurskjöld mót dauða ljær. - Sb. 137
Kirkjubrall verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 11:00.
Það hefst á samverustund í kirkjunni, síðan fara gestir á milli stöðva í kirkjunni, safnaðarherbergi og forkirkju þar sem boðið er upp á föndur, snarl og fleira.
Í lok stundarinnar söfnumst við öll saman í kirkjunni
Verið öll velkomin!
Undirbúningshópurinn