Minningareitur um drukknaða og horfna ástvini

Minningareitur um drukknaða og horfna ástvini

Á sjómannadaginn lagði fermingarbarn blómsveig að minnisvarðanum um drukknaða og horfna ástvini.
Minnismerkið er eftir Bjarna Jónsson, listamann og var afhjúpað á sjómannadaginn 11. júní 2006.
 
Minn ljúfi Jesú, lof sé þér
fyrir líkn og huggun þína,
þú, lífs og dauða er lykla ber,
æ, lít á nauðsyn mína.
Mig burtför æ lát búast við,
mér blessun gef og sálarfrið,
er lífsins dagar dvína.
Sálmabók 1903, sálmur nr. 444 - Höf. ókunnur