Fermingarfræðslan hófst með viðtölum og námskeiðsdegi í ágúst. Fræðslan fer fram í Þorlákskirkju á miðvikudögum og taka 20 ungmenni þátt í henni. Samstarf er milli Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestakalla varðandi ferð með fermingarbörnin í Vatnaskóg og fræðsludag sem verður haldinn eftir áramótin
Sunnudagurinn 10. október 2021
Sunnudagaskóli kl. 13:00
Biblíufræðsla og mikill söngur. Barnakór Grunnskólans í Þorlákshöfn syngur undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur
Góð samvera fyrir alla fjölskylduna
Bleik messa kl. 20:00
Margrét Steinunn Guðjónsdóttir flytur hugvekju og fræðsla verður frá Krabbameinfélagi Íslands.
Kór Þorlákskirkju flytur ljúfa kvöldsálma undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Þorlákskirkja - sunnudagurinn 12. sept 2021
Guðsþjónusta kl. 11:00
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur prédikar og setur sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur inn í embætti. Kór Þorlákskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista
Verum öll velkomin til kirkju
Sóknarnefnd og sóknarprestur
Guðsþjónusta verður í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 27. júní 2021 kl. 14:00.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar og félagar úr Kór Þorlákskirkju leiða safnaðarsöng við undirleik Esterar Ólafsdóttur organista.
Verum öll velkomin.
Sóknarnefnd og sóknarprestur