Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður miðvikudaginn 4. september kl. 10-12.
Góð samvera fyrir foreldra ungra barna og skemmtileg leið til að kynnast öðrum foreldrum.
Kaffi, spjall og léttar veitingar.
Umsjón hefur Sigríður Munda
Sunnudaginn 25. ágúst verður uppskeruguðsþjónusta í Strandarkirkju kl. 11:00.
Fjölskylda hjónanna á Vogsósum leggur til grænmeti úr garði sínum.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.
Verum öll velkomin
Velkomin á lokatónleika Englar og menn - Tónlistarhátíð Strandarkirkju 2024 nk. sunnudag, 28. júlí kl. 14.
Hið frábæra franska söngtríó Les Itinérantes kemur fram á tónleikunum og flytur hugljúfa hugleiðslu- og íhugunartónlist sem spannar 9 aldir á 13 tungumálum.