Fréttir

Hér getur þú fylgst með fréttum og tilkynningum

Foreldramorgnar á miðvikudögum í Þorlákskirkju

Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður miðvikudaginn 4. september kl. 10-12.

Góð samvera fyrir foreldra ungra barna og skemmtileg leið til að kynnast öðrum foreldrum.

Kaffi, spjall og léttar veitingar.

Umsjón hefur Sigríður Munda

Guðsþjónusta í Þorlákskirkju

Sunnudaginn 8. september verður guðsþjónusta í Þorlákskirkju kl. 11:00.

Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

Verum öll velkomin.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Strandarkirkja - Nýr staðarhaldari

Georg Sylvíuson hefur verið ráðinn í starf staðarhaldara og kirkjuvarðar Strandarkirkju.

Sími hans er 768-1977.

Uppskeruguðsþjónusta í Strandarkirkju

Sunnudaginn 25. ágúst verður uppskeruguðsþjónusta í Strandarkirkju kl. 11:00.

Fjölskylda hjónanna á Vogsósum leggur til grænmeti úr garði sínum.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Félagar úr Kór Þorláks- og Hjallasóknar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista.

Verum öll velkomin

Englar og menn í Strandarkirkju - Lokatónleikar

Velkomin á lokatónleika Englar og menn - Tónlistarhátíð Strandarkirkju 2024 nk. sunnudag, 28. júlí kl. 14.

Hið frábæra franska söngtríó Les Itinérantes kemur fram á tónleikunum og flytur hugljúfa hugleiðslu- og íhugunartónlist sem spannar 9 aldir á 13 tungumálum.

Englar og menn í Strandarkirkju

Hin árlega tónlistarhátíð, Englar og menn í Strandarkirkju hefst sunnudaginn 7. júlí nk. og stendur yfir í júlímánuði með tónleikum á sunnudögum kl. 14.
Á fyrstu tónleikunum koma fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Áslákur Ingvarsson baritón, Elísabet Waage hörpuleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari, Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti.
Yfirskrift tónleikanna er ,,Ó, Ísland fagra ættarbyggð" sem er ljóðlína úr verðlaunaljóði Huldu, Hver á sér fegra föðurland. Emil Thoroddsen samdi lagið við ljóðið, hina stórkostlegu þjóðhátíðarperlu sem var verðlaunalag árið 1944, en í ár eru 80 ár frá stofnun íslenska lýðveldisins.
Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Emil Thoroddsen, Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Thomas Stankiewicz o.fl., ásamt tónlist eftir J. Brahms, F. Schubert ,Saint-Saens o.fl. þekktum perlum úr heimi tónbókmenntanna.
Tónleikarnir hefjast kl. 14 og aðgangseyrir er 4.000 kr.
Stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona.Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.
logo

Skálholtsbraut, 815 Þorlákshöfn
Opnunartími samkv. samkomulagi
thorlakskirkja@thorlakskirkja.is
S: 483 3616

Nýlegar myndir

Income Tax Planning

    View Service